4.5.2008 | 22:13
Bloggvinir fagrir
Nú fer að aukast í bloggvinagarði. Birgitta og Myndlistarfélagið á Akureyri, hvorki meira né minna, vilja bætast við hjá kallinum.
Ég skaust í bæinn á þessum rokdegi og hitti gamlan skólafélaga sem hafði munninn fyrir neðan nefið, eins og fleiri í MH í þá daga. Hann nam arkitektúr, hefur búið í New York og sent pistla þaðan til landsins um skipulag, byggingalist og tengd efni.
Til dæmis skrifaði hann grein í Lesbók eftir snjóflóðin 1995 um það hvernig er hægt að lágmarka hættu vegna snjóflóða með því að byggja samkvæmt þeim, en ekki á móti þeim. Það þarf varla að taka fram að ekkert hús er þannig byggt á Íslandi þar sem ég hef séð til. 11. september 2001 bjó hann 300 metra frá tvíburaturnunum og átti fótum fjör að launa.
Í seinni tíð hefur hann skrifað um skipulagsmál í Reykjavík. Hann sagðist hafa sent inn athugasemd á bloggið hjá mér, og ég sé ekki betur en að hér fari Veffari, sem bætti við pistil hjá mér um tillögur Greame Massie og félaga. Það eru þeir sem Ólafur borgarstjóri virðist ætla að reyna að skjóta í kaf. Ég hef mikið álit á Edinborgurunum. Mér sýnist þeir um margt vera að reyna að endurtaka það sem hefur verið gert í Leith, og heppnast afar vel þar. Leith er norðlæg borg við kaldan sjó, og ég held að Massie og félagar vanmeti alls ekki aðstæður hér.
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.