20.4.2008 | 13:08
Höfundaréttur verndar vinnu
Höfundaréttur er gerður til að vernda hugverk, vinnu sem lögð er í að setja saman verk sem byggir að miklu leyti á hugmyndum. Rétturinn þýðir að ýmsir sjá sér hag í að leggja í þá vinnu og gefa hana út. Ef ekki kæmi endurgjald, verndað af höfundarétti, yrði þessi flóra miklu fátæklegri og allir myndu bera skaða af.
Það líta ekki allir þannig á málið og sumir telja að höfundaréttur sé til trafala. Eins og má sjá á umræðu sem Salvör Gissurardóttir kveikti eftir fund Wikifólks á fimmtudaginn, þá sýnist sitt hverjum. Mér finnst meinlegt að sjá hversu margir sem þar tjá sig hafa lítið haft fyrir að kynna sér margslunginn heim höfundaréttar.
Þeir sem lesa þessi orðaskipti þurfa að hafa í huga að vilji margra stendur til að ekkert efni á Vefnum sé varið reglum höfundaréttar.
Meginflokkur: Vefurinn | Aukaflokkar: Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hugsa að við sem vinnum við wikimedia verkefni í tómstundum okkar séum frekar meðvituð um höfundarrétt, við verðum að vera það og við verðum að hlýta lögum. Það vitum við. En hins vegar erum við baráttumenn fyrir auknu frelsi og opnu aðgengi að upplýsingum og þekkingu og þar með öðru vísi höfundarrétti.
Sjá hér leiðbeiningarit sem ég hef tekið saman
http://is.wikibooks.org/wiki/H%C3%B6fundarr%C3%A9ttur_og_Interneti%C3%B0
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 22.4.2008 kl. 10:31
Slóðin
Höfundarréttur og InternetiðSalvör Kristjana Gissurardóttir, 22.4.2008 kl. 10:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.