8.4.2008 | 19:44
Æ, ekki tala um peninga
Hvað gerist þegar fólk eignast mikið fé en skammast sín fyrir að ræða það? Of mikil eyðsla er yfirleitt niðurstaðan.
Skelfing stór hluti þjóðarinnar er fullkomlega úti að aka í fjármálum og hjá sumum gætir stolts yfir því. Þetta má sjá hjá fólki sem hefur mörg ráð með að afla fjár, en virðist enga stjórn hafa á útgjöldunum. Þannig eru þeir tekjumeiri með meiri vanda en þeir tekjuminni af því að þeim hefur leyfst meira.
Hvernig skólakerfi er það sem undirbýr ekki fólk til að lifa í samfélaginu? Oft virðist eiga að ala upp fyrirmyndarfólk fyrir löngu liðinn tíma.
Það eru nokkrir ljósir punktar í þessu myrkri. Sístækkandi hópur fer í háskóla og af þeim er stór hópur sem lærir á þessi mál. Sjötti hver háskólanemi er að læra viðskiptafræði, stjórnun, rekstur eða fræði tengd þeim. Nokkuð stór hópur lærir eitthvað um stærðir og viðskipti í verkfræði, raunvísindum og lögfræði.
Eftir stendur sá hluti sem fer í framhaldsskóla, til dæmis iðnnám, og þarf ekki að kunna skil á fjármálum við útskrift, af því að það er ekki við hæfi að binda það í skyldu. Allt of margir nemendur í hugvísindadeildum og félagsvísindadeildum háskóla eru ratar í stærðfræði og komast upp með það. Það versta er að þetta fólk þarf ekki að læra mjög flókna stærðfræði, kunna skil á þríliðu eða getað reiknað prósentuhlutfall á annan hátt, ofan á og af heildarverði, það er ágætis byrjun.
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkur: Lífstíll | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.