7.4.2008 | 20:56
Pound og Písasöngvarnir
Magnús Sigurðsson hefur þýtt Písasöngva Ezra Pounds, sem var fyrst frægur fyrir ljóðlist en síðar frægari fyrir fasisma.
Það má segja um Pound eins og samtímamann hans, James Joyce, sem á að hafa sagt að hann krefðist ekki neins af lesendum sínum, öðru en því að þeir eyddu allri sinni ævi að lesa verk hans og reyna að skilja þau.
Þetta er hið ferlegasta torf, fullt af slettum í ýmsustu tungumál og þarf að hafa frönsku, kínversku, latínu og fleiri mál á hraðbergi til að skilja hvað hann er að fara.
Þetta er of mikið fyrir venjulegan mann. Þá kemur að óvenjulegum manni, sem er Magnús Sigurðsson, ættaður frá Ísafirði og úr Mosó, sonur Áslaugar og Sigga blóma.
Hér verður hægt að hlusta á þátt um þetta stórvirki næstu tvær vikur, eða til sunnudags 20. apríl.
Meginflokkur: Bækur | Aukaflokkur: Menning og listir | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef lesið mestan partinn af Finnegan's Wake. Best er hún lesin upphátt með þykkum írskum hreim. Mér finnst hún yfirleitt fyndin, á sama hátt og smásögur Lennons eða Jabberwocky Carrolls.
Elías Halldór Ágústsson, 8.4.2008 kl. 00:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.