Leita í fréttum mbl.is

Samúð þeirra með sjálfum sér er takmarkalaus

Það er sérkennilegt að horfa á hópa mótmæla hækkandi eldsneytisverði, hópa sem reynast svo hafa borgað lægsta eldsneytisverðið í þjóðfélaginu. Hópa sem mótmæla lögum sem ætlað er að auka öryggi á vegum landsins. Hópa sem eiga í viðskiptum og hljóta að velta eldsneytisverðinu yfir á neytandann.

Það hefur síðan komið í ljós að hlutur hins opinbera er lægri hér á landi en á Norðurlöndum og öðrum nágrannalöndum, þannig að eldsneytisverðið er þar með lægra en þar.

Þannig blasir þetta við að fólk á eftir að eiga í viðskiptum við þá sem stöðvuðu umferð til að mótmæla annars vegar hækkandi heimsmarkaðsverði á eldsneyti og hins vegar almennum reglum sem ætlað er að varðveita líf og limi. Þannig reglur eru bæði í Bandaríkjunum, Kanada og í Evrópu. Hvernig íslensk mannslíf verða öðruvísi metin á þröngum vegum landsins er enn óútskýrt.

Hvenær skyldu verða tekin upp mótmæli gegn fólki sem hefur takmarkalausa samúð með sjálfu sér og er tilbúið að skurkast í þjóðfélaginu bara til að viðskiptastaða þess batni? Er ekki hætt við að það verði ansi tímabundið? Hver vill eiga viðskipti við þannig fólk? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband