3.4.2008 | 00:13
Síðasti framsóknarmaðurinn
Það fer að verða líkt með síðasta framsóknarmanninn eins og fimmta Bítilinn: Þeir ætla engan endi að taka.
Reyndar lítur allt út fyrir að þessi einstaklingur verði ansi fjölmennur á suðvesturhorninu ef svo fer fram sem horfir, jafnvel fleiri en fimmtu Bítlarnir. Það er ekki allt sjálfum Framsóknarmönnum að þakka. Þeir hnakkrífast og gæðablóð eins og Guðjón Ólafur Jónsson og Björn Ingi Hrafnsson sjá rautt en ekki grænt þegar kemur að samflokksmönnum. Önnu Kristinsdóttur var ofboðið og stökk burtu þegar strákarnir fóru að slást. Fleiri ákváðu að þetta vær ekki það sem þeir ætluðu sér í pólitík og kvöddu.
Það er fólk úr öðrum flokkum sem kemur til bjargar, og Valgerður. Meðan hún var í ríkisstjórn skrúfaðist hún fastar og fastar saman þar til hún sagði varla orð. Við hver ráðherraskipti herptist munnurinn saman fastar þar til hann var orðinn örmjótt strik. Svo komu kosningar og Valgerður leystist úr læðingi.
Mér þykir reyndar oflof þegar Össur segir að andstæðingar skjálfi undan penna hennar. Stíll Valgerður er fremur unglingslegur ritarastíll og árásirnar bundnar við persónur fremur en málefni. Hún á hins vegar fína spretti í sjónvarpi. Það leiðir hugann að spurningunni hvort flokkurinn geti lokað á að Bjarni Harðarson komi í fleiri viðtöl.
Ólafur F. Magnússon safnar atkvæðum þessa stundina. Munurinn á lítt dulinni bræði hans gagnvart Tjarnarkvartettinum og rólegri framgöngu Óskars Bergssonar þýðir að atkvæðin safnast ekki hjá Ólafi, heldur Óskari.
Einhverjum kann að þykja þetta samfelld lofræða um Framsókn og ef ekki er fyrir annað skal ég stoppa núna. En það verður lífseigt í síðasta Framsóknarmanninum og hann verður fjölmennari í næstu kosningum en marga órar fyrir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.