2.4.2008 | 12:48
Fjarlægðin milli Geirs og Ingibjargar
Það er til fólk sem heldur því fram að það sé himinn og haf á milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Þetta fólk heldur fram að annað sé sáluhjálp og hitt sé dauði.
Mig undraði lengi þessar hatrömmu staðhæfingar þegar ég las Morgunblaðið, Herðubreið, Þjóðmál eða kjallaragreinar eftir Hallgrím Helgason. Svo heyrði ég um daginn viðtal við Stefán Jón Hafstein sem lýsti því hvaða bylting það var þegar Hallgrímur kom til starfa hjá honum á Rás 2 í lok níunda áratugarins.
Þá varð mér ljóst að þetta var afskaplega lítill heimur þar sem byltingarsinninn er um það bil sammála þeim sem er verið að bylta, bara aðeins hraðmæltari. Þetta er sá litli heimur þar sem pólitísk fjarlægð milli Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur þýðir ódrepandi baráttu milli góðs og ills, veljið eftir því hvar þið standið.
Fyrir þeim sem standa fyrir utan þennan litla heim er þessi fjarlægð álíka og milli eyrnanna á meðalálitsgjafa á Íslandi. Einmitt þess vegna verður þetta fólk að vera svona hatrammt í málflutningi. Þetta er eins og auglýsingastríð milli sáputegunda. Þetta er skrifað meðan Geir og Ingibjörg fljúga til Búkarest. Þau eru ekki í þessum hópi, heldur geta ágætlega unnið saman. Því afkáralegri verður málflutningurinn um muninn á milli þeirra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.4.2008 kl. 00:25 | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.