2.4.2008 | 00:39
London kýs
Eftir mánuð, þann 1. maí, verður kosið um borgarstjóra í London. 10 hafa boðið sig fram en aðeins tveir eru taldir eiga möguleika, Ken Livingstone fyrir Verkamannaflokkinn og Boris Johnson fyrir Íhaldsflokkinn.
Af stjórnmálamönnum í fremstu röð að vera eru þeir báðir litríkir. Livingstone bauð sig fram árið 2000, í fyrsta skipti þegar þessar kosningar voru haldnar. Í prófkjöri fékk hann meirihluta flokksmanna á bak við sig en forystan valdi Frank Dobson sem opinberan frambjóðandia flokksins. Livingstone bauð sig engu að síður fram, sem óháður, og vann auðveldlega.
Steve Norris varð frambjóðandi Íhaldsflokksins í þessum kosningum þegar Jeffrey Archer var dæmdur fyrir að bera ljúgvitni. Honum gekk sæmilega en hafði ekki roð við Livingstone. Í kosningunum 2004 tókust þeir á og enn sigraði Livingstone.
Hann þótti of róttækur fyrir Verkamannaflokkinn árið 2000 en árið 2004 sá flokkurinn að hann var á sigurbraut og tók hann inn á ný. Það má þykja merkilegt að í jafn mikilli fjármálaborg og London skuli einn af þeim sem kallað var villta vinstrið (loony left) á níunda áratugnum sitja í borgarstjórastól. Livingstone hefur mært Castro og leitað samstarfs við Hugo Chavez þannig að hann er ekki hátt skrifaður hjá hægrisinnum. Þetta þykir mörgum íbúum London vænt um. Hann hefur beitt kröftum sínum að umferðarmálum sem eru stærsta vandamál stórborgarinnar.
Hann innleiddi umferðarskatt (congestion charge) í miðborginni, sem nú hefur verið færður út og nær yfir allan vesturendann. Féð af skattinum hefur verið notað til að bæta strætisvagna borgarinnar þar sem jarðlestakerfið annar ekki meiru en það flytur í dag.
Livingstone hefur meðal annars látið taka í notkun beygjustrætó, eða langa strætisvagna með liðamótum. Þeir taka 140 farþega á móts við 90 farþega sem geta farið með hefðbundnum tveggja hæða vögnum.
Nú vill Boris Johnson taka þessa beygjuvagna úr umferð og fjölga aftur tveggja hæða strætóum. Segja má að munurinn millli þessara höfuðandstæðinga í breskum stjórnmálum geti varla orðið minni og ekki líklegt að fólk flykkist bak við Johnson með svona stefnumál. Hann er sjarmatröll, með hár líkt og heysátu en á til að verða illilega fótaskortur á tungunni.
Hann hefur verið ritstjóri Spectator en það er ekki að heyra á ræðumennsku hans. Hann á erfitt með að klára setningar og hljómar oft eins og hann viti ekki hvar hann ætli að enda.
Eins og mál standa virðist aðalbaráttuaðferð íhaldsmanna ætla að verða að halda Boris sem lengst frá því að lenda í kappræðum við Ken. Þeir hafa ráðið Lynton Crosby sem stýrði þremur árangursríkum kosningum í Ástralíu fyrir John Howard, en einnig þeirri sem hann tapaði nýlega. Crosby stýrði einnig kosningabaráttu íhaldsmanna í síðustu þingkosningum, sem ekki gekk vel.
Almennt má ætla að Livingstone vinni enn einu sinni. Hann er nú búinn að vera í pólitískri baráttu síðan á áttunda áratugnum. Hann fæddist á árs afmæli íslenska lýðveldisins, þó það hafi líklega ekki verið ofarlega í huga foreldra hans í Lambeth í lok styrjaldarinnar, í sundurskotinni borg. 19 árum og tveimur dögum síðar fæddist Boris Johnson í Bandaríkjunum með silfurskeið í munni, gekk í Eton og Oxford meðan Livingstone atti kappi við Thatcher. Hún lét leggja niður Greater London Council, borgarráð London þar sem Livingstone átti vígi sitt. Það var síðan Livingstone sem vann baráttuna um aldamótin meðan íhaldsmenn ganga enn eyðimerkurgöngu sína. Það kann að breytast í næstu þingkosningum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir þennan frábæra og fróðlega pistil Sveinn. Ég ætla rétt að vona að rauði Ken vinni enn og aftur. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 2.4.2008 kl. 00:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.