1.4.2008 | 05:39
Að kvöldi 1. apríl
Yfirleitt breyti ég ekki færslum en af því að 1. apríl er að kvöldi kominn fær þessi nýja fyrirsögn og verður sett í sviga. Ég sé að margir litu á þessa frétt og fóru alla leið að síðustu krækjunni, sem sagði allt sem segja þarf. Það sem er hérna fyrir neðan tilheyrir sem sagt allt 1. apríl.
---
Hannes H. Gissurarson skipaður sendiherra í New York
Sú ákvörðun að skipa Hannes Hólmstein Gissurarson sendiherra hjá Sameinuðu Þjóðunum og Alþjóðabankanum í New York hlýtur að vekja ólgu í samfélaginu.
Nú hafa þegar borist harðorðar yfirlýsingar frá ungum vinstri grænum og Samtökum um bætta stjórnsýslu.
Í tilkynningu utanríkisráðuneytis kemur fram að Hannes sé skipaður eftir reglum um sendiherra sem ekki hafa fengið framgang í utanríkisþjónustunni heldur komi annars staðar frá. Hann hafi mikla reynslu á sviði alþjóðamála. Seta hans í bankaráði Seðlabankans komi honum til góða við samskipti við Alþjóðabankann og Alþjóða gjaldeyrissjóðinn.
Það er talið mikilvægt við núverandi aðstæður að til þessara starfa veljist ötull talsmaður Íslands á alþjóða vettvangi sem njóti trausts hjá alþjóða bankastofnunum.
Háskóli Íslands birti tilkynningu í morgun þar sem sagt er að prófessorinn verði kvaddur með mikilli eftirsjá. Á heimasíðu Hannesar mátti í morgun lesa kveðjuorð samstarfsmanna úr mörgum deildum Háskólans. Eins og kom fram í yfirlýsingu rektors HÍ í morgun þýðir þessi skipun að mál Háskólans varðandi dóm yfir Hannesi vegna ritstuldar verður fellt niður og ekki aðhafst frekar í því máli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:16 | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.