25.3.2008 | 18:53
Hvað á stjórnin að gera?
Þrýstingurinn eykst á stjórnina að gera eitthvað í efnahagsmálunum. Til þess að vita hvað á að gera, þarf að vita hvað er um að vera.
Með fullri virðingu fyrir hagspekingum þá eru flestir þeirra að reyna að ráða í stöðuna sem breytist á hverjum degi. Meðan fólk veit ekki hvað mun gerast er ekki gott að fara að gera eitthvað, bara til að það sjáist að sé verið að gera eitthvað.
Um leið má sjá að það eru nokkrir hópar sem fara illa út úr láns- og lausafjárskorti. Þegar Gylfi Arnbjörsson bendir á að forsendur nokkurra vikna gamalla kjarasamninga séu brostnar, þá dugir ekki að bíða og sjá hvort allt falli ekki í ljúfa löð síðar á árinu. Til þess að það gerðist þyrfti að verða verðhjöðnun. Það er ekki neitt sem bendir til þess núna. Þvert á móti bendir allt til að verðbólga aukist hér á landi um leið og hún mun aukast í viðskiptalöndunum. Þess vegna verður að hefja aðgerðir til að bæta fyrir brostna samninga strax.
Aðrar aðgerðir í efnahagsmálum verða að bíða þess að fólk viti hvert stefnir. Það steðjar ekki hætta að samfélaginu. Vöruverð hækkar en aðalútflutningsvörur okkar, fiskur og ál, hækka meira en flestar aðrar vörur. (Við fáum tekjur af álinu fyrst og fremst í rafmagnsverði). Verðbólgan þýðir að þjónustan sem við höfum haft mestar tekjur af, fjármálaþjónustan, verður minna virði. Hinar stærstu þjónustugreinarnar, forritun og ferðaþjónusta, styrkja stöðu sína.
Það eru aumingja skuldararnir sem munu hafa það verst eins og alltaf.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 30637
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.