Leita í fréttum mbl.is

Kreppan þýðir breytingar

Með fullri virðingu fyrir raunum íslenskra félaga á markaði, þá snerta örlög þeirra lítið heimilisbókhaldið hér. Peningar í eigu Pálma, Jóns Ásgeirs eða Bakkavararbræðra breyta litlu um hvernig efnahagurinn er á þessu heimili.

Það eru stærri breytingar sem skipta máli í því sambandi. Krónan lækkar og sjávarútvegurinn hættir taprekstri. Fiskeldi verður arðbærara þannig að það eykst á ný. Sókn í loðnu, kolmunna og makríl til að fóðra þessa fiska verður meiri, svo furðuleg viststefna sem það nú er.

Í Bandaríkjunum og Evrópu hafa orðið stórtíðindi, falin á bak við tíðindi af einstökum félögum, rétt eins og hér. Fólk kennir ennþá lausafjárkreppuna við undirmálslán, þó að það sé löngu orðið ljóst að herkostnaðurinn í Írak og Afganistan eigi þar miklu stærri þátt.

Þá gerist það sama og á áttunda áratugnum, þegar skattar voru lækkaðir um leið og herkostnaðurinn í Víetnam gleypti æ stærri hluta af kökunni, en var af sömu pólitísku ástæðunum falinn fyrir fólki.

Lágt gengi á dollar gat ekki til langs tíma haldið burtu ódýrari innfluttum vörum. Bandaríkjamenn fara að framleiða aftur fyrir nýríka markaði í Asíu og Evrópu, þó að heimamarkaðurinn sé sem fyrr sá langmikilvægasti í heiminum.

Hátt gengi evru þýðir að verð á innfluttum vörum frá Bandaríkjunum lækkar í Evrópu og ferðamenn flykkjast þaðan til Bandaríkjanna.

Á áttunda áratugnum komu afleiðingarnar fram á líkan hátt. Verðbóga jókst um leið og atvinnuleysi. Þetta var kallað stagflation, stöðnun með verðbólgu.

Lausafjárkreppunni hefur núna verið mætt með því að bankar losa nýtt fjármagn. Á íslensku þýðir það að peningar eru prentaðir. Það hefur þýtt verðbólgu hingað til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hagbarður

Góður pistill!

Hagbarður, 24.3.2008 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband