24.3.2008 | 01:58
Allt upp á opna gátt í Skotlandi
Skotar eru fámenn þjóð, svipaðir að stærð og Finnar, svo dæmi sé tekið. Miðað við það er skoskur bolti sterkur. Deildin þar telst sú tíunda sterkasta í Evrópu.
Allir vita að þessi styrkur skrifast fyrst og fremst á tvö félög í Glasgow, Celtic og Rangers. Skoska deildin er þó miklu meira en bara óspennandi kapphlaup þessara tveggja liða. Aberdeen, Dundee United, Edinborgarliðin Hibernian og Hearts gera hvað þau geta til að velgja risunum undir uggum.
Ævintýri síðasta leiktímabils kom frá smábænum Gretna sem er við landamæri Skotlands og Englands. Liðið hafði leikið í neðandeild í Englandi en fór yfir í skosku deildina árið 2002. Með fé frá Brooks Mileson klifraði liðið upp deild eftir deild og komst í skosku úrvalsdeildina á þessari leiktíð. Ævintýrið virðist búið. Mileson er veikur maður, peningar eru upp urnir og liðið komið í gjaldþrot. Það missir 10 stig af aðeins 16 fyrir vikið og mun nú berjast við að fara ekki með of miklar skuldir á bakinu niður í skosku 1. deildina í haust.
Skoska úrvalsdeildin er með 12 lið sem spila 3 umferðir, samtals 33 leiki. Eftir það er deildinni skipt og efri liðin sex keppa eina umferð og neðri liðin sex eina. Það þýðir 5 leiki til viðbótar, þannig að þetta eru 38 leikir í allt. Þetta þýðir að Glasgow-risarnir (Old Firm) keppa alltaf fjóra leiki innbyrðis á hverri leiktíð í deildinni.
Phil O'Donnell, leikmaður Motherwell, lést eftir að hafa hnigið niður í leik við Dundee United. Hann lék um tíma með Celtic. Að beiðni Motherwell var Celtic-Rangers leik sem var á dagskrá 2. janúar frestað. Liðin keppa samkvæmt áætlun 29. mars og nú er búið að setja frestaða leikinn á dagskrá 16. apríl. Liðin eiga síðan eftir að keppa leik númer fjögur, þannig að þrír innbyrðis leikir eru eftir.
Rangers stendur betur með leik til góða og þremur stigum meira. Rangers eru auk þess enn í baráttunni í Evrópu og keppa við Sporting Lisboa í UEFA-keppninni 3. og 10. apríl. Þeir unnu deildarbikarinn og eru enn í bikarkeppninni, þar sem Celtic er dottið út. Það þýðir að Celtic mun ekkert gefa eftir fremur en vanalega í innbyrðis leikjunum þremur. Þetta er ekki nein leiðindastaða fyrir Rangers.
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.