21.3.2008 | 03:21
Blóð mun fljóta - There will be blood
Blóð mun fljóta eða There will be blood byggir á sögunni Olíu eftir Upton Sinclair. Sinclair kunni að segja stórar sögur og það þarf ekki að undra að hann hafði áhrif á ungan Halldór Laxness. Sagan er um baráttu þeirra sem láta fátt standa sér í vegi og hinna, sem jörðina erfa. Hún minnir þannig á Heaven's Gate.
Bíósalurinn ætlaði seint að fyllast. Fram að miðnætti var að koma inn fólk. Eftir því sem myndinni vatt lengur fram varð fólkið sem kom inn með eldri og eldri hárgreiðslu þangað til ég hélt að níundi áratugurinn væri kominn. Þá sá ég ekki betur en einhver kæmi með stríðsáragreiðslu. Sambíóin við Álfabakka eru skrýtin tímavél því að myndin náði ekki einu sinni svo langt í sögunni. Hún var skrifuð árið 1927. Því er lýst betur í bók eftir Laxness, að mig minnir í Skáldatíma.
Leikarar eru góðir, leikstjórn góð og sviðsetning mjög góð . Tónlistin var á stundum skelfileg, en þá aðeins til að undirstrika boðskap myndarinnar, sem fólst í lokaorðum sonar Plainview, þegar hann kvaddi föður sinn.
Mjög gott.
Meginflokkur: Kvikmyndir | Aukaflokkar: Bækur, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 03:24 | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.