20.3.2008 | 21:47
Rick rolling
Vofa gengur laus um Netið, vofa níunda áratugarins. Hún birtist þannig að fólk á það til að læða inn krækjum á Rick Astley, sem öðrum fremur er mynd af froðupoppi frá þeim tíma.
Þessi lágvaxni söngvari með bassaröddina sem ekki samdi neitt sjálfur, heldur reiddi sig á krafta Stock, Aitken og Waterman, hefur öðlast nýjar vinsældir á Youtube, þökk sé alls kyns liði sem krækir á hann án þess að þau sem smella á krækjuna viti að Rick muni birtast, að syngja og dansa (svolítið afkáralega) Never gonna give you up.
Þó að aðeins ein af útgáfunum af laginu hafi verið sótt yfir sjö milljón sinnum er líklegt að fleira en eitt skipti hafi þau sem það gerðu orðið fórnarlamb Rickrolling, sem fyrirbærið er nefnt.
Hérna er viðtal við Rick Astley þar sem hann tjáir sig um þessar óvæntu vinsældir. Hann segir í viðtalinu að þau sem noti lagið til að ráðast á páfastól og á Vísindakirkjuna verði að átta sig á að Rickrolling sé aðeins póstmódernískt fyrirbæri þar sem lítill atburður sé hafinn á stall til að tjá fáránleika nútíma menningar.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Lífstíll, Vefurinn | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hehe. 1-0, að minnsta kosti, líklega nokkrir fleiri.
Sveinn Ólafsson, 21.3.2008 kl. 03:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.