10.3.2008 | 19:05
Smámyndir af skákmóti
Friðrik Ólafsson, Vlastimil Hort, Pal Benkö og Lajos Portisch. Fyrir þrjátíu árum hefði múgur og margmenni hópast að til að sjá hvern og einn af þessum meisturum. Að ekki sé talað um ef sjálfur Boris Spasskíj hefði stjórnað mótinu og verið skákdómari.
Þessir herramenn og margir fleiri voru að keppa í Ráðhúsinu. Gömlu meistararnir voru að keppa í minningu Fischers sem hefði orðið 65 ára í gær. Um leið var Reykjavíkurskákmót í gangi.
Mér fannst hálfóraunverulegt að ganga innan um þessa miklu meistara sem voru í hálfguðatölu fyrir 25 árum síðan. Enn óraunverulegra var að sjá hvergi alla skólafélagana úr MH sem þá voru forfallnir þrælar á altari skáklistarinnar. Róbert Harðarson var reyndar þarna, Tómas Ponzi og svo einn sem ég man ekki nafnið á í bili, það kemur.
Spasskíj var nýkominn úr augnaðgerð og hafði sett upp dökk gleraugu. Þar sem hann stóð og fylgdist með, leit hann út eins og einn af lífvörðunum sem voru í fylgdarliði hans fyrir 35 árum. Eins og KGB-maður, sagði einhver. Maður lætur þetta vaða hér því allir vita að Spasskíj er sannur séntílmaður, un vrai gentilhomme.
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 30638
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.