6.3.2008 | 23:49
Enn geta umdeild atkvæði í Florida skipt sköpum
Þetta árið voru forkosningar haldnar í Florida og Michigan svo snemma á árinu að það braut ákvæði flokkanna. Repúblikanar viðurkenna helming kjörmanna frá hvoru ríki en demókratar engan.
Nú er barist fyrir því að kjörmenn þessara ríkja verði engu að síður viðurkenndir hjá demókrötum. Það myndi gefa Clinton aftur forskot á Obama, því hún vann kosningarnar í Florida með 50% móti 33% og síðan vann hún alla kjörmenn í Michigan, eða því sem næst.
Þetta eru engin smáríki, því Florida átti að tilnefna 210 bundna kjörmenn (pledged delegates) og 28 óbundna (superdelegates) á þingið í Denver, meðan Michigan átti að tilnefna 156 bundna kjörmenn og 25 óbundna.
Þar sem ríkin brutu reglur um að halda forkosningar of snemma er mögulegt að þau endurtaki forkosningarnar. Það myndi kosta tuga milljóna dollara.
Baráttan er hvergi nærri búin.
New York Times sagði frá.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:57 | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.