5.3.2008 | 18:26
Vinsældir vinnu þinnar
Hvernig þætti þér að búa við það að vinnan þín færi eftir vinsældalista?
Margir fulltrúar á Alþingi sjá hlutverk sitt þannig að þeir eigi að setja lög, bein eða óbein, til að hlaða undir eða koma í veg fyrir atvinnu sem þeim líkar vel eða illa, allt eftir atvikum.
Hér á ég ekki við neina glæpsamlega starfsemi. Nei, hér á ég við að það eigi að skipta máli hvort sett sé upp gagnaver, álver, fiskiver eða annað ver við Stakksfjörð. Þá skiptir öllu máli hvar á vinsældalista það er, það ver, svo að þingmenn fari ekki að finna leiðir til að koma í veg fyrir að það verði til. Þá er hægt að nota þessa reglu alls staðar á landinu, ekki bara á Suðurnesjum, og um hvaða atvinnu sem er.
Nú er atvinnufrelsi í landinu. Ný vinnutækifæri sem verða til hljóta að njóta verndar 75. grein stjórnarskrár eins og þau sem fyrir eru. Atvinnustarfsemi innan ramma laganna getur ekki farið eftir vinsældavali á Alþingi hverju sinni. Það er ekki eins og mannfólkið í landinu eigi að þurfa að keppa eftir viðurkenningu þingmanna á starfi sínu. Löggjafinn er ekki dómnefnd í neinni fegurðarsamkeppni atvinnugreina.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þín vinna er mjög vinsæl á mínu heimili.
Óli Gneisti (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 18:43
Fyrsta andartakið sem ég leit þessa grein hélt ég að þú værir að tala um starf alþingismanna.
Elías Halldór Ágústsson, 5.3.2008 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.