Leita í fréttum mbl.is

Kall fær flensu

Það byrjaði í vikunni sem leið með stirðleika í löppunum. Þetta ágerðist og brátt var það meiriháttar mál að koma sér inn og út úr bílnum. Liðirnir urðu allir helstirðir og heilsan skánaði ekkert. Ég vissi ekki hvað var að gerast, en sagði við sjálfan mig að ég væri bara að verða gamall, enda gekk ég orðið um eins og væri áttræður.

Svo kom þurr háls og þorsti á þriðjudaginn. Ég átti að vera með kynningu í skólanum sem nú er búið að einkavæða, fyrirgefið setja í sameiginlega ábyrgð ríkis og rekstrarfélags. Maður mætir á kynningar og stendur fyrir sínu þó maður sé veikur, svo lengi sem það heyrist í manni. Það er búið að boða einhverja tugi manns og maður skuldar þeim að mæta. Þetta gerði ég á miðvikudaginn, lagðist svo í bælið þegar heim var komið og hef varla litið upp í tvo sólarhringa.

Þetta horfir allt til bóta og allur kallinn að skríða saman, bara með kvef. Þetta fær mig þó til að hugsa um hvernig kallar taka flensu og hvernig konur taka þetta einhvern veginn allt, allt öðruvísi. Hér er það sýnt í tjáningu Nick Frost og Daisy Haggard. Ætli estrógenið slái á þetta, eða hvernig stendur á þessum mun?

Man Cold úr Man Stroke Woman


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband