20.2.2008 | 19:47
Snúningsárið 2008?
Það er hátt olíuverð, erfitt um lánsfé, minnkandi þorskafli og uppsjávarafli gæti verið að bresta. Fyrir 20 árum hefði þetta þýtt fólksflótta frá landinu.
Ástandið er um margt betra en þá. Árin 1985 til 1994 komu sæmileg ár, stöðnunarár og ár sem efnahag hrakaði. Þegar upp var staðið hafði efnahagur staðið í stað í 10 ár.
Það var margt reynt til að koma honum upp úr sporunum. Ríkisstjórnin gekk á eftir fjárfestum með grasið í skónum og reyndi að fá þá til að setja upp álver, fiskeldi og hugmyndir um krókódílaeldi eða búskap með risarækjur áttu greiðan aðgang á hæstu stöðum.
Það er greinilega allt annar tími, þar sem tvö álver eru í bígerð og bankarnir helst að hugsa sig um hvort þeir eigi að starfa áfram á landinu eða flytja höfuðstöðvar til annarra landa. Þetta er breyting frá 1994. Fjármál ríkisins eru í góðu lagi eftir 13 feit ár og jafnvel stærstu sveitarfélögin hafa verið að snúa við rekstri á síðustu árum.
Samt má sjá gífurlegar breytingar sem verða ef bæði þorskafli og loðna minnka á sama árinu um leið og lánsfé fæst varla og olía er í hæsta verði. Aðflutningur til landsins og sérstaklega til landsbyggðar hættir og flutningur til baka hefst, nema á þeim stöðum sem enn eru framkvæmdir. Þetta ár verður það aðeins á svæðinu sunnan Hvalfjarðar, eins og mál líta út núna. Það verður stóri snúningurinn árið 2008 ef þetta ástand breytist ekki.
Olíuverð setur nýtt met | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:48 | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sé, eftir óvísindalega rannsókn mína á innihaldi, að samfélagsrýnir er hagssögumaður! Mundu að sagnfræði, og undirgreinar hennar, er drottning allra vísinda!
Örn elding, 20.2.2008 kl. 23:17
Hagfræði var kölluð hin leiðu vísindi, einmitt þegar aðalviðfangsefni hagfræði var hagsaga (haxaga?). Þetta var á nítjándu öldinni og nú er ég farinn að segja sögu af sögu (meta-sögu). Hagfræðingar þess tíma voru eins og Malthus og sáu ekkert nema hrakfarir, hörmungar og hyldýpi framundan. Þetta virðist hafa verið einhvers konar hörmungaþorsti.
Samkvæmt þessu væri hagsaga hin leiða drottning (a drag queen?). Ætli Gísli Gunnarsson væri ánægður með þann titil?
Sem betur fer rann upp sú öld að hagur batnaði og hagfræðin fór að verða bjartsýnni. Þá komu fyrstu íslensku hagfræðingarnir. Jón Sigurðsson las Ricardo og Arnljótur Ólafsson skrifaði Auðfræði sína.
Nei, ég fæ ekki að gleyma að sagnfræði og undirgreinar hennar eru drottning allra vísinda, ekki þegar átján sagnfræðingar minna mig á þessa staðreynd daglega í vinnunni, og börnin þeirra um helgar.
Sveinn Ólafsson, 20.2.2008 kl. 23:36
www.lifeaftertheoilcrash.com :)
Ari (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 01:03
ég meina .net :(
Ari (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 01:49
Sæll Sveinn minn. Viltu blogga dálítið meira svona persónulegt. Það er svo langt síðan ég hef fengið fréttir af þér.
Kveðja,
Gurrí
Guðríður (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.