20.2.2008 | 02:55
Milljarðamál hjá einum af okkar minnstu bræðrum
Ísland, Noregur og Liechtenstein mynda EES-svæðið með Evrópusambandinu. Ég heimsótti í sumar þennan minnsta bróður í þessu sérkennilega sambandi, sem vann sér það til frægðar að skella landsliðinu okkar á Rínarbökkum síðastliðið haust. Landið hefur lengi verið bankamiðstöð og jafnvel talað um það sem skattaparadís. Þegar ég leit í morgunmat heyrði ég nærstadda segja Geld bewegt die Welt og var þá fljótur að finna mér aðra staði að snæða. Þetta þýðir að peningar hreyfi heiminn og rímar þegar sagt er með linmæltum framburði furstadæmisins.
Þarna er hægt að setja upp eignarhaldsfélög með litlum tilkostnaði. Lögfræðingur setur upp fyrirtæki með pósthólfi í furstadæminu. Það greiðir eignaskatt sem svarar 0,1%. Fjármagnstekjuskattur er enginn. Eignarhaldsfélagið er með umboðsmann í ríkinu. Nafn þess sem á fyrirtækið og þar með eignirnar þarf ekki að koma fram. Sannkölluð skattaparadís.
Nú er furstadæmið svo sannarlega í fréttum. Fyrrum forstjóri Deutsche Post, Klaus Zumwinkel og fjöldi annarra framámanna í þýsku fjármálalífi virðast hafa stungið undan fé og geymt í Liechtenstein. Í mörgum löndum og þar á meðal í Þýskalandi er pósturinn risafjármálastofnun með innláns- og lifeyrisreikninga.
Lögregluaðgerðin til að rekja slóð peninganna var umfangsmikil. Upplýsingarnar virðast hafa komið frá fyrrum starfsmanni bankans LGT sem rændi trúnaðargögnum og bauð þau til kaups undanfarið eitt og hálft ár. Lögreglan reynir nú að hafa upp á bróður póstforstjórans, Hartwig Zumwinkel, sem líklega er staddur á Mæjorku. Sambandsstjórnin í Berlín hefur snardregið úr viðskiptum við furstadæmið. Otmar Hasler, forsætisráðherra Liechtenstein mun eiga viðræður við framámenn í Berlín í dag, miðvikudag.
Annað sem komið hefur í ljós er að bankar í Liechtenstein virðast geyma fé sem kom frá SED, flokknum sem réð Austur-Þýskalandi. Arftaki hans, PSD og nú vinstriflokkurinn Die Linke, vill að sjálfsögðu fá yfirráð yfir fénu. Angela Merkel virðist fá nóg um að ræða við Hasler í Berlín í dag.
Spiegel Online segir frá.
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.