20.2.2008 | 00:36
Að draga mannfólk í dilka
Á Íslandi á að heita í orði að allir hafi jafnan rétt til að skapa sér lífsviðurværi og finna sér starfsgrundvöll.
Á borði reyna síðan stjórnmálamenn að búa sér til sína eigin aðskilnaðarstefnu eftir duttlungum hverju sinni. Þannig ertu ekki góður fyrir sumum ef þú vogar þér að vinna í álveri, fyrir öðrum ef þú vogar þér að búa á höfuðborgarsvæði.
Þú færð sérstakan afslátt á skatti ef þú stundar sjó, býrð til kvikmyndir eða stundar kvikfjárbúskap. Þú færð ekki þennan afslátt ef þú býrð til tónlist eða ræktar grænmeti.
Rökin eru iðulega þau að það þurfi að leiðrétta ójafnrétti sem hafi viðgengist. Athugaðu vel að ójafnréttið sem þú býrð við hefur aldrei verið leiðrétt af þessu fólki. Athugaðu vel hvernig gæska þeirra getur snúist. Kannski verður ekkert fínt að draga fisk úr sjó eftir fimm ár, eða búa til bíó.
Hvað er það sem gerir fólk sem vinnur við verslun, þjónustu og iðnað að annars flokks borgara? Ástæðan er að það kýs fólk sem lætur þannig á þing. Aftur og aftur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.