19.2.2008 | 21:44
FBR, fullorðin börn á Range Rover
Ein tegund fólks mun fara illa út úr samdrætti ef hann skellur á. Það er sú tegundin sem kom sér vel fyrir á raðgreiðslum.
Einn hluti raðgreiðslufólks er tekjuhár og samfélagið skuldar þeim að heilsa þeim á götu. Það sem stoppar almenning í að sýna þeim virðingu er að þau eru blanda af sæmilega gefnu fólki í mörgu og algerum vitleysingum í fjármálum.
Með yfirdráttinn stilltan á yfir milljón og fullnýttan, með raðgreiðslur á svipuðum nótum í hverjum mánuði, með skuldir hér og skuldir þar, er þetta fólk ómetanlegt fyrir hluthafa bankanna. Þetta eru fullorðin börn á Range Rover, FBR.
Þau borga stóran hluta af 70 milljörðum sem Íslendingar greiða fyrir yfirdrátt árlega og greiðslukortafyrirtækin væru verr sett án þeirra.
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.