Leita í fréttum mbl.is

Starfsánægja á landsbyggðinni

Eitt af því sem skiptir miklu fyrir landið utan Reykjavíkur er að fá fleiri opinber þjónustustörf, hvort sem það er fyrir hámenntaða eða fólk án langrar skólagöngu.

Eitt verkefni sem er rakið dæmi að verður unnið betur á landsbyggðinni er að fara yfir upptökur umferðamyndavéla í Reykjavík. Þetta er starf sem kostar mannskap því að það er mannlegt auga sem verður að sjá og skrá brotið.

Á landsbyggð er meiri möguleiki að fá fólk til að haldast í vinnu, sætta sig við einhæft starf á föstum launum og að sekta Reykvíkinga.

Ég held að þetta síðastnefnda þýði að ánægja við vinnu haldist mikil og þarna sé innbyggður hvati fyrir marga starfsmenn á landsbyggð að halda sig við efnið. Með fullri virðingu.

Umferð fer vaxandi í Reykjavík um leið og lögregla hefur minni tími til að standa við göturnar í alls kyns veðrum, enda upptekin við að fanga brotafólk af alvarlegra tagi. Myndavélum mun því fjölga og um leið því fólki sem fer yfir upptökurnar úr þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ólafsson

Nú fæ ég að vita að þessi starfsemi er þegar komin í Hólminn. Starfsfólk sýslumannsins í Stykkishólmi fæst við þetta starf núna.

Sveinn Ólafsson, 18.2.2008 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband