17.2.2008 | 21:13
Dauði trúðsins eftir Árna Þórarinsson
Það létti yfir Einari blaðamanni, aðalhetju sagnanna eftir Árna Þórarinsson sem bera nafn gamalla slagara, eftir að hann lét renna af sér og flutti til Akureyrar.
Sögusvið Dauða trúðsins er Akureyri í júlí og ágúst, með heimsókn á meðferðarheimili í Reykjavík. Hús sem staðið hefur autt er svið glæps. Mér fannst sjálfum átt við hús næst við umferðarmiðstöðina í Hafnarstræti og þótti merkilegt að sjá það í fréttum nú í febrúar.
Glæpirnir eru svolítið fjarlægir hjá Árna. Þetta er plott sem við sjáum frá sjónarhóli blaðamanns sem greinir frá staðreyndum máls. Við verðum að áhorfendum og fáum þetta matreitt frá Árna.
Það er farið að vanta svolítið sálarháskann í þetta. Góð flétta engu að síður og Árni hefur góð tök á persónum og sögusviði.
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.