Leita í fréttum mbl.is

Dauði trúðsins eftir Árna Þórarinsson

Það létti yfir Einari blaðamanni, aðalhetju sagnanna eftir Árna Þórarinsson sem bera nafn gamalla slagara, eftir að hann lét renna af sér og flutti til Akureyrar.

Sögusvið Dauða trúðsins er Akureyri í júlí og ágúst, með heimsókn á meðferðarheimili í Reykjavík. Hús sem staðið hefur autt er svið glæps. Mér fannst sjálfum átt við hús næst við umferðarmiðstöðina í Hafnarstræti og þótti merkilegt að sjá það í fréttum nú í febrúar.

Glæpirnir eru svolítið fjarlægir hjá Árna. Þetta er plott sem við sjáum frá sjónarhóli blaðamanns sem greinir frá staðreyndum máls. Við verðum að áhorfendum og fáum þetta matreitt frá Árna.

Það er farið að vanta svolítið sálarháskann í þetta. Góð flétta engu að síður og Árni hefur góð tök á persónum og sögusviði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband