17.2.2008 | 21:04
Aska eftir Yrsu Sigurðardóttur
Aska geymir góða fléttu. Persónur eru dregnar skýrt fram en þær vantar mannleikann.
Kvenpersónur sögunnar eru misgeðfelldar og það er erfitt að eiga samúð með þeim, einnig aðalhetjunni.
Karlarnir fá sýnu verri útreið. Þeir spanna geðrófið frá því að vera afleitir yfir í að vera raktir djöflar, allir nema tveir. Annar þeirra tveggja er ekki orðinn ársgamall og hinn er þúsund mílur í burtu.
Yrsa nær vonandi að skrifa næst um mál sem fær okkur til að langa að vita meira um persónurnar. Án þess er hættan sú að hversu góð sem fléttan er, þá les maður ekki 300 síðna skáldsögu.
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.