Leita í fréttum mbl.is

Edinborgararnir koma með lausnir

Ég fékk að vinna með einum arkitekt sem var að senda inn tillögur í þessa keppni. Hann var líklega nokkuð langt frá því að komast í úrslit sá, enda hugmyndir hans nokkuð róttækar. Allt um það, þá var hressandi að fara yfir hugmyndir um þetta svæði og hvernig það getur bæði tengst best byggð sem fyrir er, og breytt allri borginni.

Í mínum huga var stórt atriði að við svæðið verða þrír stórir vinnustaðir með um 10.000 starfsmenn og hálfu fleiri stúdenta, ef áætlanir ganga eftir. Það eru HR í Hlíðarfæti, Landspítali og HÍ.

Skotarnir Graeme Massie architects komu, sáu og sigruðu eins og þeir gerðu fyrir norðan. Mér leist nú ekki vel á hugmyndina um síki þar, en flest annað þótti mér glæsilegt.

Grímur er þá orðinn áhrifamesti arkitekt á Íslandi síðan Guðjón Samúelsson leið, eða hvað?


mbl.is Úrslit í keppni um skipulag Vatnsmýrar kynnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já þetta síki var glatað gimmik. En teikningarnar flottar. Verst að maður kemst ekki á sýninguna.

Vonandi stakk einhver upp á flugvelli.

Þú ert MHingur er það ekki?  

Ólafur Þórðarson, 14.2.2008 kl. 18:02

2 Smámynd: Sveinn Ólafsson

Já, ég var MH-ingur.

Akureyringar vildu náttúrulega ekki viðurkenna að þeir væru alfarið á móti síkinu, en „komust að því” að það þyrfti að endurleggja allar símalagnir ef það átti að ná upp að Skátabrekku. Þá var það helmingað og átti rétt að ná yfir Skipagötu. Svo sýnist mér það vera horfið af teikniborðinu núna.

Sveinn Ólafsson, 14.2.2008 kl. 18:07

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Við þekktumst nú aðeins í MH ca 1980 plús mínus.

Vandamálið með síkið var að til að gera það átti að rífa 1/4 af Hafnarstræti. Hafnarstræti er óvart eina borgar gatan í amk 100km radíus. Þá á ég við götu í borgarskipulagsskilningi sem hefur möguleika á að viðhalda mannlífi og þéttleika. Ísafjörður er með svona alvöru götu sem enn keimir af þrátt fyrir að misvitrir arkitektar hafi gert sitt af mörkum til að eyðileggja götumyndina. Síkið er álíka vandamál og að rífa innyfli úr heilbrigðum sjúklingi og aðskilur norðurhlutann frá Syðri án nokkura raka. Síkið væri sýki í skipulaginu. Síki eins og í borgum erlendis voru nú oftast það sem mótaði borgina upphaflega, Amsterdam byggðist upp í kringum síkin, verslun bátaumferð etc. Síki er ekki eitthvað til að rífa það sem fyrir er bara af því það er flott að hafa síki.

Þar fyrir utan liggur hraðbrautardrasl þarna við höfnina á Akureyri, sem lokar sýkinu fyrir bátasiglingu. Nema þá fjarstýrðum módelbátum... Tjah kannski einhverjum litlum árabátum ef maður passar sig að reka hausinn eki upp undir. 

En svona er þetta í dag. Það þarf eitthvað gimmik til að öngla inn athyglina.  

Ólafur Þórðarson, 14.2.2008 kl. 18:26

4 Smámynd: Sturla Snorrason

Þetta er sennilega dýrasta, versta og ljótasta lausnin sem gæti hent Reykjavík og þarna stóðu þeir yfir þessu DR. blíspertur og litli gjammi skælbrosandi. En þessi tillaga líktist mest efra Breiðholti = algjör draumur

Sturla Snorrason, 14.2.2008 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband