Leita í fréttum mbl.is

Hvernig framfylgdi REI hlutafélagalögum?

Það er ljóst að REI er félag í opinberri eigu. Það er hlutafélag. Þar með gilda reglur hlutafélagalaga nr. 2/1995 um félagið.

Lítum á nokkur atriði þeirra sem varða opinber hlutafélög:

  • Opinbert hlutafélag merkir í lögum þessum félag sem hið opinbera, einn eða fleiri hluthafar, á að öllu leyti, beint eða óbeint. Slíkum félögum einum er rétt og skylt að hafa orðin opinbert hlutafélag í heiti sínu eða skammstöfunina ohf. og má tengja orðin eða skammstöfunina heiti eða skammstöfun á hlutafélagi. (Úr 1. grein)
  • Við kjör í stjórn opinbers hlutafélags skal tryggt að í stjórninni sitji sem næst jafnmargar konur og karlar. (Úr 63. grein)
  • Stjórnarmenn og framkvæmdastjórar í opinberum hlutafélögum skulu gefa stjórninni skýrslu um eign sína í félögum skipti það máli varðandi starf þeirra. (Úr 67. grein)
  • Starfsreglur stjórna opinberra hlutafélaga skal birta á vef félagsins ef til er en ella annars staðar á netinu. (Úr 70. grein)
  • Fulltrúum fjölmiðla er heimilt að sækja aðalfund opinbers hlutafélags. Kjörnum fulltrúum eigenda, þingmönnum ef ríkið er eigandi og viðkomandi sveitarstjórnarmönnum ef sveitarfélag er eigandi, er heimilt að sækja aðalfund með rétt til að bera fram skriflegar fyrirspurnir. (Úr 80. grein)
  • Í samþykktum opinbers hlutafélags skal kveðið á um að ætíð skuli boða stjórnarmenn, framkvæmdastjóra og endurskoðendur félagsins á hluthafafund, svo og fulltrúa fjölmiðla á aðalfund. (Úr 88. grein)
  • Fulltrúar fjölmiðla skulu í síðasta lagi fjórtán dögum eftir aðalfund eiga aðgang að fundargerðabók vegna aðalfundar opinbers hlutafélags eða staðfestu endurriti fundargerðar aðalfundar á skrifstofu félagsins. (Úr 90. grein)
  • Upplýsingar, sem lagðar eru fram í opinberum hlutafélögum, geta m.a. byggst á spurningum hluthafa til félagsstjórnar og framkvæmdastjóra. (Úr 91. grein)
  • Opinber hlutafélög skulu birta samþykktir félagsins á vef sínum ef til er en ella annars staðar á netinu. Jafnframt skal birta þar ársreikning, samstæðureikning og sex mánaða árshlutareikning opinbers hlutafélags. (Úr 149. grein)

Nú er spurningin hvernig þessi lagaákvæði voru uppfyllt hjá REI?


mbl.is Á fundi í Valhöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband