Leita í fréttum mbl.is

Konu dreymir illa, 160 manns fluttir í land

Þetta var erfið nótt hjá einni konu, þreytt eftir hörmulegt veður alla hálfs mánaðar vaktina. Hún var ekki orðin 24 ára gömul og vann á einum erfiðasta stað í heiminum, úti í Norðursjó.

Hún dreymdi að það hefði einhver komið fyrir sprengju á íbúðapallinum Safe Scandinavia. Sagan magnaðist, barst til yfirmanna og eftir klukkutíma bar pallurinn ekki lengur nafn með réttu.

Stjórnendur höfðu samband við breska flugherinn sem sendi fimm þyrlur og Nimrod-vél á staðinn og byrjaði að flytja burt fólk. Á pallinum voru 539 manns. Brátt kom í ljós að sagan hafði ekki við nein rök að styðjast og flugherinn byrjaði að flytja fólk þangað aftur. 160 manns höfðu flogið af stað.

Konan verður leidd fyrir dómara í dag.

Byggt á frétt Guardian.


mbl.is Sprengjuhótun á olíuborpalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband