11.2.2008 | 08:16
Obama gegn McCain
Obama verður að teljast sigurstranglegri fulltrúi demókrata í forsetakosningunum í nóvember en Clinton. Þegar af þeirri ástæðu er líklegast að hann eigi eftir að vinna á í komandi forkosningum. Það er athyglivert að allar fréttir hljóma eins og hann hafi unnið forkosningu eftir forkosningu, en þegar þetta er skrifað er Clinton með aðeins fleiri kjörmenn á landsþing á bak við sig.
Hún mun því hafa töluverðan fjölda kjörmanna á landsþing með sér, hvernig sem annað fer. Spurningin er hvort gangi saman með henni og Obama fyrir landsþingið og þau bjóði fram saman, þannig að það sem er með fleiri kjörmenn verði ákveðið forsetaefnið. Margir demókratar tala um dream ticket, að Clinton verði varaforsetaefni. Það er öruggt að margir fleiri telja sig geta kosið þann kost en ef hún væri forsetaefnið.
Einn helsti kostur Obama er að hann er skiljanlegur. Ég segi þetta út af því að stjórnsýsla undanfarinna sjö ára hjá George Bush hefur ekki verið sem skiljanlegust. Varaforsetinn segist ýmist ekki þurfa að greina frá málum af því að hann sé hluti framkvæmdavaldsins eða löggjafarvaldsins (alltaf þeim hluta sem ekki þarf að segja neitt) eða að allt sé trúnaðarmál. Jafnvel góðir blaðamenn eins og Bob Woodward verða ekki of skiljanlegir. Það er ferskur andblær að lesa The Audacity of Hope og skýrir margt vel í bandarískri pólitík. Obama hefur minnstan persónulegan auð af frambjóðendum þetta árið, og sá auður er eiginlega allur ritlaun af tveimur bókum. Það er ekki óskiljanlegur maður sem skrifar þær.
McCain hefur sömu kosti. Hann segir alltaf skýrt hvað hann stendur fyrir. Þó hann sé enginn miðjumaður eru sumir repúblikanar sem sjá hann sem slíkan og vilja nú gera veg Huckabees sem mestan. Bush hefur blandað sér í baráttuna og kallað McCain góðan íhaldsmann. Það er ekki hægt að biðja um meira, og nú vill Bush að repúblikanar fari að ná forskoti með því að velja frambjóðanda sinn fljótlega. Flokkurinn brást við vinstribylgju sjöunda áratugarins með því að fara enn lengra til hægri. Heimurinn kom á eftir og nú eru menn eins og McCain orðnir nærri því miðjumenn.
Obama sigraði í Maine | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.