10.2.2008 | 22:04
Asus eee smáfartölvan
Fljótlega fer fólk að sameina utanáliggjandi harða diska og wi-fi búnað eins og gert er í Time Capsule frá Apple. Þá vistar fólk ekki lengur gögn á harðan disk í heimatölvunni, heldur vinnur öll gögn á disk sem liggur annars staðar. Þá koma aðrar kröfur um heimatölvuna en áður.
Asus smátölvan eee kostar minna en 30.000 krónur í Tölvuteki. Hún er ekki með hreyfanlega hluti og þolir þannig alls kyns meðferð sem aðrar tölvur þola ekki. Asus stefnir með henni á sama markað og $100-tölvan sem ætluð var fyrir fátækari hluta heimsins, en hefur slegið í gegn hvarvetna.
Asus eee er með 7" skjá, keyrir Open Office, Firefox, Skype og nokkra leiki á Linux. Fyrir alla almenna vinnu dugir hún ágætlega. Rafhlöðuending er ágæt og þyngdin undir kíló. Hún miðar greinilega við að gögn séu vistuð á utanáliggjandi disk, annað hvort með USB-tengi eða þráðlaust. Flestir munu láta sér nægja minnislykil eða ódýran utanáliggjandi harðan disk til að byrja með, en harður diskur með þráðlausum sendi hljómar einnig ágætlega.
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 22:59 | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.