Leita í fréttum mbl.is

Asus eee smáfartölvan

Fljótlega fer fólk að sameina utanáliggjandi harða diska og wi-fi búnað eins og gert er í Time Capsule frá Apple. Þá vistar fólk ekki lengur gögn á harðan disk í heimatölvunni, heldur vinnur öll gögn á disk sem liggur annars staðar. Þá koma aðrar kröfur um heimatölvuna en áður.

Asus smátölvan eee kostar minna en 30.000 krónur í Tölvuteki. Hún er ekki með hreyfanlega hluti og þolir þannig alls kyns meðferð sem aðrar tölvur þola ekki. Asus stefnir með henni á sama markað og $100-tölvan sem ætluð var fyrir fátækari hluta heimsins, en hefur slegið í gegn hvarvetna.

Asus eee er með 7" skjá, keyrir Open Office, Firefox, Skype og nokkra leiki á Linux. Fyrir alla almenna vinnu dugir hún ágætlega. Rafhlöðuending er ágæt og þyngdin undir kíló. Hún miðar greinilega við að gögn séu vistuð á utanáliggjandi disk, annað hvort með USB-tengi eða þráðlaust. Flestir munu láta sér nægja minnislykil eða ódýran utanáliggjandi harðan disk til að byrja með, en harður diskur með þráðlausum sendi hljómar einnig ágætlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband