10.2.2008 | 21:50
BAFTA: Verðlaunin fyrir dagskrárstjórn varla til RÚV
Mér kom nokkuð á óvart að RÚV ætlaði að sýna frá afhendingu BAFTA-verðlauna en byrja ekki útsendinguna fyrr en nokkuð langt var liðið á hana.
Hugmyndin hefur líklega verið að taka athöfnina upp og sýna með seinkun. Það er ekki glæný tækni, heldur hefur hún verið stunduð í rúm 40 ár. Það var þetta sem ýtti á framleiðslu myndbanda á sjöunda áratugnum.
Eitthvað hefur farið úr skorðum þannig að við sáum beina útsendingu og aðeins það litla sem var eftir þegar Forbrydelsen hafði runnið sitt skeið. Meðan ég man, Forbrydelsen hefur löngu verið til lykta leidd í Danmörku og morðinginn er ... æi, nei, best að bíða með þetta.
Við skulum telja okkur lukkuleg að sjá síðasta hálftímann af BAFTA en ekki þann fyrsta.
Meginflokkur: Sjónvarp | Aukaflokkur: Spaugilegt | Breytt 11.2.2008 kl. 01:03 | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.