9.2.2008 | 12:54
Ábyrgð Vilhjálms og ábyrgð annarra
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðismanna til borgarstjórnar og náði fyrsta sæti, nokkuð örugglega. Þetta var fyrir rúmum tveimur árum, þann 6. nóvember 2005. Það getur haft mikil áhrif á flokkinn ef bola á burt oddvita flokksins og borgarstjóraefni.
Ekkert er ómögulegt í pólitík. Þáttur flokksforystu fer að verða stærri og stærri spurning í málefnum borgarstjórnar. Það er þekkt að Geir Haarde aðhyllist laissez-faire-stefnu, að minnsta kosti ef marka má skrif hans hér á árum áður í ritið Frelsið. Á íslensku hefur þetta verið kallað látið ganga eða látið vera, og þýðir afskiptaleysi af athöfnum borgaranna.
Afskiptaleysi getur tekið á sig ýmsar myndir. Þegar þeir sem ætlað er að stjórna vilja ekki grípa inn í þegar í óefni stefnir, þá hafa þeir tekið á sig ábyrgð, ábyrgð afskiptaleysisins.
REI - ætlar Sjálfstæðisflokkurinn ekki að axla ábyrgð? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er það sem að "axla ábyrgð" merkir í dag, að segjast "axla ábyrgð". Ég veit ekki til þess að merkingin sé nokkur önnur í íslenskum stjórnmálum. Hið vitrasta fólk hefur meira að segja haldið því fram að lög um landsdóm séu úr sér gengin fyrir notkunarleysi.
Elías Halldór Ágústsson, 9.2.2008 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.