Leita í fréttum mbl.is

REI-skýrsla, Vilhjálmur, flokkurinn og bloggið

Það er margt sem kemur upp á yfirborðið þegar REI-skýrsla kemur fram.

Á blogginu má sjá spár um fall Vilhjálms Þ. um leið og skýrslan verður gerð opinber. Eitthvað af því er brugg, eitthvað heilög reiði.

Nú er sagt að yfirlýsing Hauks Leóssonar í Kastljósinu muni þýða að Vilhjálmur verði að fara. Það er ekki hægt að skálda þetta ef það verður niðurstaðan að yfirlýsing eins nánasta vinar Vilhjálms verði honum endanlega að falli. Það má orða það þannig að Sjálfstæðismenn í borgarstjórn þurfa ekki andstæðinga ef samheldnin er þessi. 

Samt verða varla allir Sjálfstæðismenn daprir ef það gengur eftir, miðað við umfjöllun á Deiglunni og víðar. Hanna Birna verður oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn og borgarstjóri að ári liðnu. Sif Sigfúsdóttir kemur inn í borgarstjórn.

Þau verða þá að geta látið fólk gleyma svona hjaðningavígum. Það er ekki ómögulegt, en mun kosta mikla vinnu. 


mbl.is Sameiginleg niðurstaða stýrihópsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband