6.2.2008 | 17:25
Kosningar í Bandaríkjum í nóvember
Kosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember geta breytt miklu þar. Þær hafa áhrif um allan heim og mikil áhrif í Evrópu. Þá er kosið um forseta eins og fólk þekkir. Hann skipar ríkisstjórn, sendiherra um allan heim og ýmis embætti önnur.
Þá er einnig kosið um alla neðri deild þingsins (House of Representatives). Það er kosið um þriðjung öldungadeildarþingmanna (Senate). Það er kosið um fjölda ríkisstjóra. Það er kosið til ríkisþinga. Það er kosið um tillögur sem fólk hefur fengið samþykkt til kosninga (resolutions). Þetta eru meiriháttar kosningar. Undanfari þeirra er kosning kjörmanna á landsfundi flokkanna. Þessir kjörmenn gera meira en að útnefna forsetaframbjóðanda.
Það er talað um þetta ár að þessi undanfari greinist í fjóra hluta. Fyrsti hluti þeirra eru forkosningar fyrir sprengidag. Í þeim hluta sigtast út þeir sem lítið fylgi hafa, menn eins og Edwards og Giuliani. Þetta árið eru forkosningar á sprengidag svo stórar að þær verða annar þáttur. Þá getur einn frambjóðandi tekið forskot, eins og hefur gerst hjá repúblikönum.
Þriðji hluti baráttunnar eru þær forkosningar sem eru eftir, þeirra stærstar í Virginia, Ohio og Texas. McCain byrjar undirbúning að sjálfum forsetakosningum fljótlega en demókratar munu fylgjast með Clinton og Obama berjast að lokatakmarkinu. Það mun koma í ljós hvort þetta er gott eða slæmt fyrir hvorn flokk, og veltur mikið á því hvernig þeir halda á spilunum og umræðunni.
Nú fara að koma fram hatursauglýsingar og harðari áróður flokkanna á persónulegum nótum gegn væntanlegum frambjóðanda. Hópar, laustengdir flokkunum, eins og Swiftboats Veterans for Truth voru 2004, munu einskins svífast í að berjast gegn andstæðingum.
Fjórði hlutinn eru svo landsþing demókrata og repúblikana í lok ágúst.
Íslendingar áhugasamir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:28 | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.