6.2.2008 | 17:08
Blessuð langafastan
Undanfarna daga hafa verið haldin karnivöl um víðan heim. Carne vale þýðir að kveðja kjötið. Nú hefst nefnilega langafasta.
Hinir kristnu Íslendingar halda hana að sjálfsögðu heilaga og bragða ekki kjöt aftur fyrr en að 40 dögum liðnum, á sjálfan páskadag.
Hann er snemma á ferðinni þetta árið, eins snemma og hann getur orðið. Á morgun kviknar nýtt tungl, þorratungl. Útreikningar á því hvenær páskadagur verður geta orðið flóknar, þannig að stundum deildu kirkjudeildir um það hvenær þeir væru. Á Íslandi má miða að jafnaði við að páskadagur sé fyrsti sunnudagur eftir fyrsta fulla tungl eftir þorratungl.
Nýja tunglið á morgun þýðir nýtt ár hjá stórum hluta mannkyns. Þá byrjar ár rottunnar.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Menning og listir, Vísindi og fræði | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eftir vorjafndægur, sem ég býst við að sé nákvæmara. Byrjar Góa alltaf á sama tíma? Byrjar hún alltaf við vorjafndægur?
Elías Halldór Ágústsson, 6.2.2008 kl. 17:30
Nei, ég meinti einmánuður.
Elías Halldór Ágústsson, 6.2.2008 kl. 17:31
Ég held að mánaðaskiptin í gamla íslenska tímatalinu miðist við ákveðna vikudaga í ákveðinni viku vetrar eða sumars. Það myndi þýða að einmánuður fylgir ekki nákvæmlega vorjafndægrum. Þetta er oftast fimmtudagur, eins og sumardagurinn fyrsti, en sumir mánuðir byrja á laugardegi. Ég er ekki alfróður um þetta.
Sveinn Ólafsson, 6.2.2008 kl. 17:55
Svo ég bæti við þá er yfirlit á Vísindavefnum yfir gömlu íslensku mánuðina:
(http://www.visindavefur.hi.is/svar.php?id=1132)
Jæja, tveir fimmtudagar, ekki oftast eins og ég hélt fram hérna að ofan. Svo lengi lærir sem lifir.
Sveinn Ólafsson, 6.2.2008 kl. 18:03
Samkvæmt þessu væri hugsanlegt að páskadagur kæmi þá upp fyrir vorjafndægur, sem hann getur ekki samkvæmt hefðbundnu tímatali.
Elías Halldór Ágústsson, 6.2.2008 kl. 18:19
Já, það er rétt. Þessi stutta regla sem ég nefndi hefur undantekningu sem er að mig minnir eitt eða tvö ár á öld, sem sagt 98 eða 99% rétt. Hún er notuð í staðinn fyrir alvöru regluna sem er nokkuð lengri.
Sveinn Ólafsson, 6.2.2008 kl. 21:07
Þú segir: "Á Íslandi má miða að jafnaði við að páskadagur sé fyrsti sunnudagur eftir fyrsta fulla tungl eftir þorratungl."
Almenna reglan er að páskadagur er fyrsti sunnudagur eftir fyrsta fulla tungl eftir jafndægur á vori.
Er það lengra?
Elías Halldór Ágústsson, 6.2.2008 kl. 21:31
Já, ég man ekki betur en raunverulega reglan sé miklu lengri og hafi mótast í aldanna rás. Sú stutta regla sem þú nefnir er þumalputtaregla, fín að muna og best að við höldum okkur við hana. Páskar geta verið á bilinu 22. mars til 25. apríl að báðum dögum meðtöldum.
Páskar eru hátíð þegar fullt tungl liggur næst jafndægrum á vori. Um það leyti kemur tunglið upp að kvöldi og sest að morgni. Þetta er þess vegna bjartur tími og góður til ferðalaga eða hátíðahalda fyrir daga ljósgnóttar.
Sveinn Ólafsson, 6.2.2008 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.