5.2.2008 | 19:59
Breytingar á bandarísku þjóðfélagi 2008
Um leið og ljóst er að miklar breytingar verði á æðstu stöðum bandarískra stjórnmála, þá endurspegla þær kröfur um breytingar í öllu stjórnkerfinu.
Valdatíð George W. Bush er í raun lokið, hann er lame duck. Allir helstu ráðgjafar hans hafa kvatt, verið látnir fara eða eru búnir að draga sig í hlé að undanskilinni Dr. Rice.
Um leið verður þeim ekkert ágengt sem ætla að berjast í forsetakosningum á sama grundvelli og 2004, að setja öryggi landsins ofar öllum réttindum einstaklinga, bæði innlendra og erlendra.
Það eru augljósar breytingar þegar komnar af stað í stjórnkerfinu. Viðurkenning CIA á vatnspyntingum er aðeins hluti af þeim. Allt önnur sýn á einstaklingsréttindi mun koma, hvort sem McCain, Clinton eða Obama verða í forsetastól.
Ekki er ólíklegt að þetta hafi áhrif á öryggisgæslu á flugvöllum. Það er viðurkennt að margar fyrirbyggjandi aðgerðir á síðustu 5 árum hafi sáralitla þýðingu fyrir öryggi farþega, en gegna líklega femur því hlutverki að byggja upp falska öryggiskennd.
CIA beitti vatnspyntingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:06 | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ROmney all the way, það er maður með viti.
Alexander Kristófer Gústafsson, 5.2.2008 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.