4.2.2008 | 22:44
Repúblikanar halda forskotinu
Nú bendir margt til að John McCain, sá gamli hermaður, nái að lokum útnefningu Repúblikanaflokksins til framboðs forseta.
Hann hefur lengi skorið sig úr flokknum, haft sjálfstæðar skoðanir á mörgum hlutum og þótt ódæll í samstarfi. Hann er alls óhræddur við að ögra og minnir í því á Ronald Reagan. Reagan var 69 ára þegar hann tók við embætti, en McCain verður 72 ára í sumar.
Af bloggum á Íslandi mætti ráða að Ron Paul væri helsti frambjóðandi repúblikana og að demókratar væru svo gott sem búnir að tryggja sér yfir 90% atkvæða í næstu forsetakosningum.
Hvort tveggja er jafn fjarri lagi. John McCain myndi vinna kosningar gegn Clinton með 8% mun væri kosið í dag, og vinna Obama með 6% mun. Repúblikanar hafa ráðið forsetastól 27 ár af síðustu 40, 19 af síðustu 30 árum og 12 af síðustu 20 árum.
John McCain er enginn miðjumaður en hann getur hrifið fólk á miðjunni miklu fremur en Mitt Romney. Romney hefur reynst bærilegur stjórnandi (business adminstrator) og væri ekki ónýtt að hafa slíkan mann sem fjármálaráðherra eða chief-of-staff (stundum kallað starfsmannastjóri á Íslandi en er í raun aðalráðgjafi forseta) í Hvíta húsinu. Honum gengur ekki jafn vel og McCain að hrífa fólk með sér og er nú spáð illu gengi, sérstaklega þar sem repúblikanar láta alla kjörmenn úr hverju ríki á landsþing ganga til þess sem flest atkvæði hlýtur.
Að loknum sprengidegi vilja margir að fram sé kominn frambjóðandi sem hvor flokkur geti fylkt sér um. Sú óskastaða fyrir báða flokka er engan veginn tryggð. Það á eftir að velja um helming kjörmanna á landsþing sem verða haldin í lok ágúst. Það er ólíklegt að það gerist núna en keppni um kjörmenn getur staðið miklu lengur. Hún getur jafnvel staðið fram á landsþing en það óskar hvorugur flokkur sér.
Spennandi forkosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:50 | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.