3.2.2008 | 16:46
Atonement - Friðþæging
Hversu góð er þessi mynd? Hún er afbragð.
James McAvoy og Keira Knightley sýna bæði hófstilltan og góðan leik. McAvoy hefur sýnt góða takta í The Last King of Scotland en ég hef ekki séð Knightley standa sig svona vel áður. Klippingin er góð og sviðsetningin afbragð, sérstaklega stórsviðið við Dunkerque. Tónlist Marianelli lyftir myndinni víða og gerir smáu atriðin stór.
Söguþráður er sagður vera af mistökum 13 ára stúlku og afleiðingum þeirra. Þó það bindi söguna saman á yfirborðinu er þetta ósvikin ástarsaga af fólki sem ekki á að fá að njótast. Það er innihald sögunnar, undirstrikað með síðustu orðum franska hermannsins sem heldur í hönd Briony þegar hann gefur upp öndina.
Það sem brá helst skugga á að ég gæti notið myndarinnar var að sjá hana í einum af smáu sölum Háskólabíós. Við hlið hans er besti bíósalur landsins. Ef bíóið færir myndina í stóra salinn ættu allir að sjá hana.
Meginflokkur: Kvikmyndir | Aukaflokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:39 | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.