Leita í fréttum mbl.is

Ísland er borgríki

Ísland er borgríki, meira að segja smáborgríki.

Eins og fleiri las ég ævintýri Grimmsbræðra þegar ég var barn og hélt að þetta væri allt saman búið til í einhverjum fantasíuheimi. Til dæmis var karlssonum oft vísað úr konungshöllinni og voru komnir út úr ríkinu að kvöldi.

Svo lærðist mér að þýsku ríkin hefðu verið svona smá. Einn daginn sat ég á ströndu Liechtenstein og horfði á Sviss hinu megin Rínar. Ef ég hefði gengið af stað í hina áttina hefði ég verið kominn til Austurríkis um miðjan dag. Ég var reyndar á góðum bíl og það tók 15 mínútur.

Ísland er stærra en það en hefur að fjölda aðeins eina smáborg og landsbyggð þar sem 100.000 manns búa á jafnmörgum ferkílómetrum.

Þetta er staða sem stjórnmálaflokkarnir verða að taka með öðrum hætti en þeir hafa gert. Hingað til hafa þeir valið að láta flokksfélögin ráða sínum málum hvert fyrir sig. Málefni höfuðborgarsvæðis annars vegar og landsbyggðar hins vegar eru þannig að þeim verður ekki deilt í fleiri einingar, og þessir tveir meginpólar verða að vinna saman en ekki sundur.

Þannig skiptir það Sjálfstæðisflokk í Reykjavík miklu máli hvernig Sjálfstæðisflokkur í ríkisstjórn hagar löggæslu. Það skiptir Samfylkingarfólk í Grafarvogi miklu máli hvernig Samfylking í ríkisstjórn heldur á málefnum Sundabrautar. Heilbrigðisþjónusta á höfuðborgarsvæði er komin að miklu undir því hvernig heilbrigðisráðherra heldur á málefnum Landspítala.

Sparnaður á þessum sviðum verður að skoðast í samhengi við 31.000 milljóna áætlaðan rekstrarafgang á þessu ári og að til Landspítala og Sundabrautar var búið að veita fé af Símapeningunum fyrir þremur árum.

Á móti má segja að ríkisstjórnin hlýtur að vilja hafa borð fyrir báru til launahækkana á samningsári enda eru laun stærsti einstaki kostnaðarþátturinn hjá hinu opinbera.

Afskipti ríkisstjórnar af samningum munu ráða miklu um vinsældir flokkanna, bæði í sveitarstjórnum og á þingi.

Flokkarnir geta ekki klofið áhrif sín hjá ríki og í þeim sveitarfélögum, þar sem 65% þjóðarinnar býr.


mbl.is Ólíkir flokkar ríkisstjórnar auka breidd í afstöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband