3.2.2008 | 00:09
Betri en Eggert Þorleifsson?
Margir muna eftir tilþrifum Eggerts Þorleifssonar í hlutverki Friðriks Þórs. Hann þótti hafa náð Friðriki betur en Friðrik gerir sjálfur.
Friðrik lék í hinni undurfurðulegu mynd Triers, Direktøren for det hele ásamt Benedikt Erlingssyni, Jens Albinus, Iben Hjejle, Peter Gantzler og fleiri stórleikurum. Eftir góðan leik hans þar velti maður því fyrir sér hvort Friðrik væri leikari sem léki hlutverk Friðriks Þórs Friðrikssonar, leikstjóra og framleiðanda á Íslandi.
Svo er bara að vona að Hilmir Snær festist ekki í hlutverki Friðriks Þórs. Það er ólíklegt þar sem Friðrik Þór leikstýrir myndinni en hann var lengi kunnur fyrir að gefa lítil fyrirmæli til leikara.
Hilmir Snær verður Friðrik Þór | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Kvikmyndir | Aukaflokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:21 | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hilmir Snær. Er ekki hægt að gera neina mynd á Íslandi án þess að hann sé í henni?? er ekki nóg komið? eru ekki fleyri leikarar til? höfum við ekki helling af leikfélögum og fjöldann allan af liði sem er að koma úr leiklistarskólanum?
Fannar frá Rifi, 3.2.2008 kl. 01:56
Fannar Rifsbúi hefur sagt það sem ég ætlaði að segja. Ég nenni orðið ekki á myndir með Hilmi Snæ, og eiginlega ekki heldur með Ingvari E. Auðvitað væri Eggert Þorleifsson flottur í þessu hlutverki, en er kannski of gamall.
Emil Hannes Valgeirsson, 3.2.2008 kl. 16:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.