Leita í fréttum mbl.is

Vinsældir Kiljansnafnsins í Frakklandi

Mannanafnalögum var breytt í Frakklandi fyrir um tuttugu árum. Þá kom í ljós að þjóðin var þyrst í breytingar. Árið 1992 var nafnið Kevin vinsælast með drengbarna, og hafði ekki verið talið franskt nokkrum árum áður, eins og sjá má á Meilleurs Prenoms.

Nú er annað nafn, skylt Kevin, nokkuð vinsælt í Frakklandi eins og sjá má á grafinu sem fylgir hér. Það er nafnið Killian. Halldór hefur líklega lítið með þetta að gera, því hann er þekktur undir Laxness-nafninu af þeim sem nú lesa hann.

Dýrlingurinn Killian var írskur trúboðsbiskup og má sjá minjar um hann víða um Evrópu. Nafnadagur Killians er 8. júlí.

Á nafnadag gefa franskir foreldrar börnum gjarnan litlar gjafir og halda upp á daginn sem eins konar auka-afmælisdag.

Smellið á grafið til að sjá það stærra.

Vinsældir Kiljansnafnsins


mbl.is Piu og Sven hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband