28.1.2008 | 18:37
Verð og verðmæti
Markaðir samtímans ganga út frá því að verð sé sama og verðmæti. Annars væri fólk að greiða vitlaust verð fyrir það sem það vill fá.
Kenningar eru jafnan uppi um að markaðirnir geymi fullkomnar upplýsingar og rangt verð sé ekki til. Þetta er ekki rétt. Það geymir enginn fullkomnar upplýsingar um neinn hlut eða málefni, því allir eru bundnir af tíma, og læra að treysta á það sem kallað er innsæi.
Tvö dæmi sem ættu að heita augljós sýna að verðmæti og verð er ekki það sama. Hið fyrra er verðfall markaða um allan heim í janúar 2008. Verð hluta í öllum heiminum féll um 5.000 milljarða dollara ($5 trn), eða um þrítugasta hluta (3,3%) þess sem talinn er veraldarauðurinn. Á sama tíma gekk þó ekki neitt ógurlega illa í heiminum. Þar var hagvöxtur, engar auðlindir þurrkuðust óvænt upp og engar borgir fórust. Það kom ekkert geimskrímsli sem át hluta af Jörðinni. Verðið lækkaði vegna þess að traust manna á fjármálastofnunum þvarr við láns- og lausafjárvanda. Þetta er sami heimurinn, örlitlu ríkari en samt metinn aðeins lægri í verði.
Annað dæmi er af fólki sem keypti sér fasteign, íbúð í Reykjavík, rétt fyrir aldamótin. Árið 2008 er eign þeirra metin þrefalt hærra í fasteignamati og að markaðsverði en þegar þau keyptu hana. Þau hafa ekkert gert fyrir eignina. Það er kominn tími á að mála og gera við annað að utanverðu, það þarf að pússa upp og lakka parketið, mála eitt og annað innandyra og fólkið langar að endurnýja í eldhúsi og á baði. Verðið er orðið þrefalt hærra en íbúðin er sama fasteignin. Fasteignagjöld eru hærri, viðgerðir kosta meira og vaxtabæturnar horfnar. Verðið fylgir ekki verðmæti.
Fólk þarf því miður að taka tölum eins og verðmæti á mörkuðum með fyrirvara og ekki að trúa því að allar upplýsingar séu alltaf til staðar. Ísland er með viðskiptahalla við önnur lönd, er í mínus. Nokkur stór og smá lönd eru með viðskiptaágóða (jákvæðan viðskiptajöfnuð), eru í plús við önnur lönd. Þau sem hafa lært grunnskólastærðfræði kunna að líta svo á að samanlagður viðskiptahalli milli landa heimsins hljóti að vera 0, plúsar og mínusar jafni hvern annan út. Því miður hefur komið í ljós að heimurinn er með mikinn viðskiptahalla. Tvennt kemur til greina; Viðskipti við aðrar plánetur hafa ekki reynst okkur hagfelldar eða að þessi halli er ekki að sýna það sem hann á að sýna.
Markaðirnir eru ekki slæmir, þeir hafa reynst illskásta leiðin til að miðla gæðum. Hins vegar þarf ekki að upphefja þá og láta eins og þeir séu alviturt tæki.
Nærri 40 milljarða hagnaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður pistill.
En andskoti er þetta merkilegt með viðskiptahallann gagnvart öðrum hnöttum. Við virðumst telja gámana eitthvað vitlaust þegar geimskipin fara héðan.
Annars er þetta lítið betra með hagvöxtinn. Sumir telja að þeir hafi bara þann hagvöxt sem hentar,
Jóhannes Snævar Haraldsson, 28.1.2008 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.