27.1.2008 | 14:42
The Darjeeling Limited - bíórýni
Það lítur út fyrir að Jason Schwartzman sé hrifinn af áttunda áratugnum. The Darjeeling Limited byrjar á stuttmynd og fyrsta myndin er af honum, með klippingu sem hefði sómt sér vel í All the President's Men eða Marathon Man. Þar til hann setur iPodinn af stað, gæti myndin sómt sér vel árið 1972.
Fyrst datt mér til hugar hvort hann og vinur hans Roman Coppola hafi fengið að róta í gömlum handritageymslum, fundið eitt frá 1972 og breytt nokkrum atriðum þar til hún gerist, að nafninu til, árið 2005.
Sagan er ekki bundin við tíma, það er svarið. Þrír bræður hittast á Indlandi eftir lát föður þeirra. Sá elsti, leikinn af Owen Wilson, er að reyna að sætta þá. Hann velur til þess þaulskipulagt lestarferðalag um norðurhluta Indlands, þar sem þeir eiga að sækja sem flest hof á leiðinni og verða fyrir uppljómun. Bræðurnir eru efnishyggjumenn þar sem allt gengur út á hver á hvað, hvað hlutir kosta (mikið) og hver sofi hjá sæta súraldininu. Þetta er vegamynd, road movie, eða öllu frekar rail movie, járnbrautarmynd. Sagan tekur breytta stefnu og þeir finna svörin að lokum.
Wes Anderson leikstýrir. Leikurinn, sviðsetningin og myndin eru tilgerðarleg og sverja sig í ætt við sálarleitarmyndir frá enda sjöunda áratugarins og byrjun þess áttunda.
Af því að Roman Coppola kemur hér við sögu sem handritsskrifari, þá verður að minnast á ágæti þess að heita Coppola í bíóbransanum. Sofia og Roman bróðir hennar hafa fengið að gera ýmislegt sem aðrir myndu varla fá að gera í krafti föður síns, Francis Ford Coppola. Bróðursonur Francis heitir Nicholas Cage. Hann taldi að Coppola-nafnið myndi geta orðið honum til trafala, þar sem fólk myndi segja að hann fengi hlutverk bara út á það. Nokkuð glöggur, kallinn.
Endilega að líta á Darjeeling Limited ef þið viljð sjá sálarleit. Brody og Wilson leika vel. Smástirnið Amara Karan á góðan sprett og fleiri góðir leikarar koma við sögu, Bill Murray og Angelica Houston. Ef þið hafið ekki áhuga á sálarleit verður þetta bara tilgerðarleg gaman- og vegamynd.
Ég átti ekki gott með að meta hvort myndin var vel tekin þar sem brennipunkturinn var ekki á sýningartjaldinu í sal 3 í Háskólabíó á laugardagskvöldið og myndin var sýnd með loðinn ramma. Textavél gekk heldur ekki í takt við mynd. Sýningarmaður þarf að þrífa linsur og gæta að brennipunktinum.
Meginflokkur: Kvikmyndir | Aukaflokkur: Menning og listir | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.