26.1.2008 | 17:03
Hverjir láta þjóðfélagið ganga?
Nú er ljóst að fjármálastofnanir hafa lítið vitað hvað ætti að greiða fyrir hlut í öðrum fjármálastofnunum í október síðastliðnum. Aðra ályktun er varla hægt að draga þegar markaðsverðið er orðið 30-50% lægra en það var þá og óralangt frá matsverði greiningardeildanna á sama tíma.
Stjórnmálamenn í Reykjavík keppast við að segja manni í orði og verkum að þau hafi lítið vitað hvað þau voru að gera í október.
Um leið gekk þjóðfélagið, hagur þess óx og það dafnaði. Það verður að álykta að þessir hópar sem hafa verið áberandi í umræðunni og skammtað sér drjúgar summur fyrir gott gengi hafi í raun ekki bætt haginn neitt heldur einungis flotið á góðu gengi þjóðfélagsins.
Hverjir ætli hafi haldið við þessu góða gengi? Ætli það geti verið almennir launþegar? Ætli það sé fólk í almennum þjónustu- og framleiðslustörfum?
Undanfarin 12 ár hafa verið hagfelld. Á þessum tíma hefur styrkur lífeyrissjóðanna orðið að æ meiri undirstöðu góðs fjárhags samfélagsins. Hverjir greiða til þessara sjóða? Eru það ekki almennir launþegar?
Næstu mánuði verður reynt að tala niður kröfur launafólks með þeim ummælum að ekkert svigrúm sé til launahækkana. Það er rétt að hafa í huga hverjir hafa byggt upp þetta land, ekki bara hverjir gátu reiknað sér sjálfum eða kollegum launahækkanir.
Hamingju leitað á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.