26.1.2008 | 13:47
Veður og vetur af venjulega taginu
Nú má heyra í íbúum á höfuðborgarsvæði að þetta hafi verið voðalegur vetur. Hann er reyndar rétt byrjaður, vetur byrjar eftir jól, á nýju ári. Víst er að veðrið fyrir jól var hundleiðinlegt, sífellt hvassviðri, en þetta er búið að vera ágætt eftir þau.
Svolítill snjór liggur á götum en ekki svo mikið að ég geti ekki hjólað. Ég held að það hafi verið verra bæði 1983 og 1984. Það má eflaust fletta upp einhverjum verri mánuðum 1991, þegar ég þurfti að leggja hjólinu og eitthvað var víst leiðinlegt árið 2000.
Þetta veður síðan í október er það sama og ég ólst upp við. Venjulegur íslenskur vetur er hundleiðinlegur hér sunnan heiða. Þeim sem líkar ekki við hann þurfa að finna sér vetrarhús sunnar á hnettinum, eða búa á Akureyri þar sem veðrin eru stilltari og veturinn hvítur. Nú hjóla ég í bæinn.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Lífstíll, Umhverfi | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.