29.1.2008 | 08:04
Jafnrétti, ekki jöfnuður
Margir telja að jafnrétti og jöfnuður sé eitt og hið sama. Það er ekki svo.
Jafnrétti er að eiga jafna möguleika í krafti eiginleika sem skipta máli hverju sinni og horft sé fram hjá öðrum málum. Þannig hafi kyn, trú, húðlitur, stjórnmálaskoðanir og kynhneigð ekki áhrif á möguleika til vinnu og skipti ekki máli í íþróttum, svo nefnd séu dæmi.
Jöfnuður er þegar litið er framhjá eiginleikunum. Allir sem eru orðnir 18 ára hafa rétt til að kjósa í alþingis- og sveitarstjórnarkosningum. Innan hvers kjördæmis eða sveitarfélags hefur hvert atkvæði jafnan rétt við það næsta.
Nú virðist sem allir eigi að hafa rétt til alls. Þetta er angi af því sem má kalla öfgasinnaða jafnaðarmennsku, þar sem allir eigi að vera góðir við alla og til að tryggilega sé gengið frá því, þá er það bundið í lög.
Jafnrétti er það ef öll sem vinna í búð geta orðið að borgarstjóra, ef þau ná að standa öðrum framar. Jöfnuður er að gera alla að borgarstjóra. Að því virðist keppt núna.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Menning og listir, Viðskipti og fjármál | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.