Leita í fréttum mbl.is

Að búa í borgríki

Einn af yngstu þingmönnum okkar er ættaður frá Sigló. Hann spyr hvort við viljum búa í borgríki? Þeirri spurningu hefur löngu verið svarað. Við búum í borgríki.

Í einu sveitarfélagi búa tæp 40% þjóðarinnar og hefur verið um áratuga skeið. Tveir þriðju þjóðarinnar búa milli Leiruvogs og Straumsvíkur. Hlutfallið hefur undanfarna áratugi aukist um tvo þriðju úr prósenti á ári.

Ef eitthvað er, þá mun minnkandi sjávarafli ýta undir meiri flutninga fremur en minni. Nokkur hundruð manns í fiskvinnslu verður sagt upp á þessu kvótaári. Einhver hluti þeirra mun flytja frá smærri stöðunum. Næga vinnu er að fá í Reykjavík.

Þetta er ekki skrifað af einhverri andstöðu við landsbyggð, heldur er þetta staða mála. Þeir flokkar sem ætla að vinna gegn þróuninni hljóta að gera það á eigin áhættu.


mbl.is Fimm mánaða vinnslustöðvun hjá Vísi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband