22.1.2008 | 12:26
Að búa í borgríki
Einn af yngstu þingmönnum okkar er ættaður frá Sigló. Hann spyr hvort við viljum búa í borgríki? Þeirri spurningu hefur löngu verið svarað. Við búum í borgríki.
Í einu sveitarfélagi búa tæp 40% þjóðarinnar og hefur verið um áratuga skeið. Tveir þriðju þjóðarinnar búa milli Leiruvogs og Straumsvíkur. Hlutfallið hefur undanfarna áratugi aukist um tvo þriðju úr prósenti á ári.
Ef eitthvað er, þá mun minnkandi sjávarafli ýta undir meiri flutninga fremur en minni. Nokkur hundruð manns í fiskvinnslu verður sagt upp á þessu kvótaári. Einhver hluti þeirra mun flytja frá smærri stöðunum. Næga vinnu er að fá í Reykjavík.
Þetta er ekki skrifað af einhverri andstöðu við landsbyggð, heldur er þetta staða mála. Þeir flokkar sem ætla að vinna gegn þróuninni hljóta að gera það á eigin áhættu.
Fimm mánaða vinnslustöðvun hjá Vísi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.