20.1.2008 | 04:13
Að njóta kvikmynda
Ég var alinn upp við að horfa gagnrýninn á kvikmyndir. Annað hvort væri nú, sonur kvikmyndagagnrýnanda á Tímanum.
Þegar ég fletti IMDb (Internet Movie Database), þeim merka gagnagrunni, sé ég það sem er kallað Goofs, eða mistök. Dæmi úr The Wizard of Oz: Crew or equipment visible: The shadow of the camera crew is visible as it pans across the nest of the munchkins hatching in Munchkinland. Einmitt það, já. IMDb telur þetta þó greinilega til minna mikilvægra þátta í myndum, þar sem það er flokkað undir Fun Stuff.
Vandinn er að margir sjá þetta ekki sem neitt alvöruleysi. Sumir kunningjar mínir voru afar uppteknir af þess háttar hlutum og örugglega hægt að finna nóg af þessu í ódýrt framleiddum myndum frá öllum áratugum.
Fyrir mér var þetta svipuð leið að horfa á myndir eins og standa upp með reglulegu millibili í salnum og hrópa: - En þetta er allt skáldskapur! Ég horfði á myndir og leikrit og vildi lifa mig inn í skáldskapinn. Öðruvísi hefði maður varla getið lesið bók, þær eru bara prentaður pappír bundinn saman á einni hlið ef maður sleppir skáldskapnum.
Það hefur eflaust gildi fyrir metnaðarfulla kvikmyndagerðamenn að reyna að sjá mistök, sérstaklega þau sem eru að stíga sín fyrstu spor. En þetta er ekki það sem myndin gengur út á. Hún er afþreying, skemmtun, saga sem er sögð í tvo tíma. Gott handrit, góð taka, gott hljóð, góð tónlist, góður leikur, góð klipping, góð sviðsetning, þetta býr til góða mynd.
Svona goofs fara ekki að leika mikið hlutverk nema í afbragðs lélegum myndum sem maður horfir reyndar einmitt á af því hversu illa þær eru gerðar.
Meginflokkur: Kvikmyndir | Aukaflokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 04:33 | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.