17.1.2008 | 18:23
Nýleg hús sem verða rifin
Það er athyglisvert í tillögum um breytingar í Reykjavík að það eru á nokkrum stöðum rúmlega tvítug hús sem fá að víkja.
Þannig á Læknagarður (Tanngarður) sem liggur milli eldri og nýrri Hringbrautar að fara. Þetta hús er frá því um 1980 ef ég man rétt, og átti greinilega að tengjast Landspítala þegar Hringbraut yrði færð. Nú hefur það gerst en skipulag sjúkrahússins breyst. Líklega gráta þetta fáir.
Listaháskóli á að rísa milli Hverfisgötu og Laugavegar, á reitnum bak við húsið sem hýsir Vínberið, Laugaveg 43 og húsið við Frakkastíg sem einhvern tíma hýsti L.A. Café (Ellakaffi á íslensku). Það er sjónarsviptir að Laugavegi 43 ef það hús verður látið fara. Ég held að færri sakni hússins við Frakkastíginn, sem var reist um 1985.
Hús var reist við Lækjartorg um 1978 og hefur lengi verið kennt við strætisvagna, þó að skiptistöð Strætó hafi fengið sífellt minna pláss þar og að lokum eiginlega horfið þaðan. Þetta er ágætis hús, hefur hýst Kaffi Torg, Optik, Segafredo og aðrar menningarstofnanir, en ef þar kemur fallegt hús í staðinn munu fáir gráta það.
Það eru ekki bara gömul hús í útrýmingarhættu. Mun einhver standa upp og verja þessi hús?
Meginflokkur: Umhverfi | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Menning og listir | Facebook
RSS-straumar
Eldri færslur
Tenglar
Umræða
- Betri Reykjavík Umræðu- og ákvörðunarvettvangur um málefni Reykjavíkur
- Betra Ísland Umræðuvettvangur fyrir mál á döfinni
Vinir og kunningjar, hinir og þessir
Tenglar í allar áttir
- Tómas Ponzi Tómas Ponzi, teikniblogg
- UNO UNO, Hörður Svavarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.