Leita í fréttum mbl.is

Nýleg hús sem verða rifin

Það er athyglisvert í tillögum um breytingar í Reykjavík að það eru á nokkrum stöðum rúmlega tvítug hús sem fá að víkja.

Þannig á Læknagarður (Tanngarður) sem liggur milli eldri og nýrri Hringbrautar að fara. Þetta hús er frá því um 1980 ef ég man rétt, og átti greinilega að tengjast Landspítala þegar Hringbraut yrði færð. Nú hefur það gerst en skipulag sjúkrahússins breyst. Líklega gráta þetta fáir.

Listaháskóli á að rísa milli Hverfisgötu og Laugavegar, á reitnum bak við húsið sem hýsir Vínberið, Laugaveg 43 og húsið við Frakkastíg sem einhvern tíma hýsti L.A. Café (Ellakaffi á íslensku). Það er sjónarsviptir að Laugavegi 43 ef það hús verður látið fara. Ég held að færri sakni hússins við Frakkastíginn, sem var reist um 1985.

Hús var reist við Lækjartorg um 1978 og hefur lengi verið kennt við strætisvagna, þó að skiptistöð Strætó hafi fengið sífellt minna pláss þar og að lokum eiginlega horfið þaðan. Þetta er ágætis hús, hefur hýst Kaffi Torg, Optik, Segafredo og aðrar menningarstofnanir, en ef þar kemur fallegt hús í staðinn munu fáir gráta það.

Það eru ekki bara gömul hús í útrýmingarhættu. Mun einhver standa upp og verja þessi hús? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband