Leita í fréttum mbl.is

Hillary látinn, Hillary lifi!

Edmund Hillary og Tenzing Norgay klifu Everest-tind daginn fyrir krýningu Elísabetar II Bretadrottningar.

Nú er Hillary fallinn frá og aldrei að vita nema að á þessu ári verði önnur kona gerð að þjóðhöfðingja, að þessu sinni í Bandaríkjunum.

Ný-Sjálendingurinn Edmund Hiillary og Sherpinn Tenzing Norgay gerðu það sem enginn hafði gert áður, að klífa Everest og koma lifandi niður aftur. Ef Tenzing hefði aðeins kunnað á myndavél hefðum við haft mynd af lokaáfanga Hillarys.

Hann var afreksmaður, barðist í flugher Breta í seinni heimsstyrjöld, kleif marga tinda auk Everest og fór til Suðurpólsins 1958.


mbl.is Edmund Hillary látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir hafa reyndar aldrei viljað segja hver hafi verið undan á tindinn, enda skiptir það í raun engu máli. Báðir voru miklir fjallagarpar, og það er ekki satt eins og margir hafa viljað meina, að Tenzing hafi "borið" Hillary upp seinustu metrana.

Samt sem áður leitt að hann sé látinn blessaður, mikið þrekvirki sem hann vann. Sem dæmi má nefna að 11 árum eftir að fyrsti maðurinn steig á tind Everest steig fyrsti maðurinn á Tunglið.

Það er eitthvað sem hugsuðum fyrra alda hefðu aldrei dottið í hug, að svo stutt yrði á milli þessara tveggja atburða.

Einar Óli (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sveinn Ólafsson
Sveinn Ólafsson
Höfundur bloggar um lífið og tilveruna.

RSS-straumar

BBC News

RSS feed from the BBC news website

BBC News

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband